Sport

Boxið tók á taugarnar hjá Wayne Rooney

Hatton og Rooney eru góðir félagar
Hatton og Rooney eru góðir félagar NordicPhotos/GettyImages

Framherjinn Wayne Rooney hjá Manchester United fylgdi hnefaleikaranum og vini sínum Ricky Hatton inn í hringinn um helgina þegar hann vann glæsilegan sigur á Jose Luis Castillo. Rooney sagðist hafa verið taugaóstyrkari fyrir bardagann en fyrir nokkurn leik með United eða enska landsliðinu.

"Ég var rosalega stressaður fyrir bardagann - mikklu stressaðari en fyrir leik með United. Þetta var allt önnur reynsla og ég er bara ekki vanur svona löguðu. Ég reyndi mitt besta til að vera ekki fyrir, því ég veit að þegar ég er að fara að spila vil ég gera mitt besta til að ná fullkominni einbeitingu. Það var svo frábært að sjá hann vinna og það fullkomnaði þessa einstöku upplifun fyrir mig," sagði Rooney kátur í samtali við Daily Telegraph.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×