Viðskipti innlent

Apple umboðið undrandi á frumsýningu Farsímalagersins á iPhone

Forsvarsmaður Apple umboðsins á Íslandi er undrandi á athæfi Farsímalagersins sem hefur nýja iPhone símann frá Apple til sýnis í Hans Pedersen í Bankastræti í dag. Hann segir þá ekki hafa neinar heimildir til að gera eitt né neitt með símann. Þá bætir hann við að þeir símar sem Farsímalagerinn hafi undir höndum séu að öllum líkindum læstir og því verði lítið að sjá. iPhone er nýkominn í sölu í Bandaríkjunum og hefur selst í nærri milljón eintaka þar. Nokkuð er í að hann fari í dreifingu hér á landi.

Samkvæmt tilkynningu frá Farsímalagernum stendur sýning þeirra yfir frá kl. 11 í dag og fram yfir helgina.

Sjálfir hyggjast Apple menn hafa símann til sýnis á morgun í Apple IMC, Laugavegi 182 og í Apple-versluninni í Kringlunni frá laugardeginum. Þá er áhugasömum boðið upp á að skrá sig á lista og fá fréttir af símanum.

 

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×