Gagnageymslurnar þurfa ekki sæstreng 11. ágúst 2007 00:01 Sol Squire, forstjóri Data Íslandia, stendur við svokallaðan „data scooter“, eða gagnakerru. Í kassanum eru harðir diskar með ógrynni af gögnum. Kassinn er síðan fluttur á milli landa með flugi, og gögnin komast til skila mun hraðar en með sæstreng. Fyrirtæki sem sérhæfa sig í að geyma gögn nota ekki sæstreng til þess að flytja mikið magn af gögnum til og frá geymslunum. Að flytja gögn á sérútbúnum hörðum diskum með flugi er bæði fljótlegra og ódýrara, segir Sol Squire, forstjóri gagnageymslufyrirtækisins Data Íslandia. Hibernia Atlantic tilkynnti í fyrradag að fyrirtækið hygðist leggja sæstreng til Íslands sem verður tekinn í notkun í lok næsta árs. Auk þess ætla eignarhaldsfélagið E-Farice og fyrirtækið Tele Greenland að leggja hvort sinn sæstrenginn á næsta ári. Sol segir fréttir af lagningu nýrra sæstrengja vissulega vera góðar, en Data Íslandia notist ekki við sæstreng til þess að flytja gögn á milli. Fyrirtækið komst í fréttirnar í maí þegar áform þess um að byggja gagnageymslu í Sandgerðisbæ voru kynnt. „Staðreyndin er sú að fyrirtæki á gagnageymslumarkaðnum notast ekki við sæstrengi til þess að flytja mikið af gögnum," segir hann. „Við höfum þróað vöru í samvinnu við tölvufyrirtækið Hitachi þar sem gögnin eru sett á harða diska, þeim pakkað saman á sérstaka kerru og hún flutt með flugi." Jon Toigo, forstjóri bandaríska ráðgjafarfyrirtækisins Toigo Partners International og sérfræðingur í gagnageymslumálum, tekur undir með Sol. „Sæstrengur er allt of dýr og ber allt of lítið af gögnum til þess að vera raunhæfur möguleiki fyrir gagnageymslur." Hann segist hiklaust mæla með Íslandi sem góðum stað fyrir gagnageymslur við viðskiptavini sína. „Ég trúi því að í gagnageiranum muni Ísland vera jafn mikils metið og Sviss er í bankageiranum. Hvort sem fyrirtæki vilja minnka kolefnisnotkun eða lækka rafmagnsreikninginn þá er Ísland tilvalinn kostur. Umhverfisvæna orku sem er líka ódýr er sjaldgæft að finna."Hver er munurinn á gagnageymslu og netþjónabúi?Fyrirtæki í tvenns konar gagnatengdri starfsemi hafa sýnt áhuga á Íslandi, meðal annars vegna ódýru og grænu orkunnar og svala loftslagsins. Annars vegar er um að ræða gagnageymslur, og hins vegar netþjónabú eða gagnaveitur.Gagnageymslur sjá um að geyma mikið magn af gögnum fyrirtækja á öruggum stað. Gögnin geta til dæmis verið upplýsingar um alla viðskiptavini fyrirtækisins, skýrslur eða hreinlega afrit af öllum upplýsingum fyrirtækisins. Hugmyndin er að koma gögnunum í geymslu, þar sem hægt er að nálgast þau síðar ef með þarf.Í netþjónabúum er einnig unnið með gögn, en á allt annan hátt. Netþjónabú sjá um að halda utan um gögn fyrirtækja og deila þeim út til tölva. Í þessu tilfelli eru gögnin, sem gætu til dæmis verið vefsíður eða tölvupóstur, ekki sett í geymslu til að nálgast síðar, heldur er netþjónabúið notað til að miðla þeim um allan heim, allan sólarhringinn. Tækni Mest lesið Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Viðskipti innlent Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Viðskipti innlent Birgir til Banana Viðskipti innlent Nálgast samkomulag um TikTok Viðskipti erlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Fleiri fréttir Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Sjá meira
Fyrirtæki sem sérhæfa sig í að geyma gögn nota ekki sæstreng til þess að flytja mikið magn af gögnum til og frá geymslunum. Að flytja gögn á sérútbúnum hörðum diskum með flugi er bæði fljótlegra og ódýrara, segir Sol Squire, forstjóri gagnageymslufyrirtækisins Data Íslandia. Hibernia Atlantic tilkynnti í fyrradag að fyrirtækið hygðist leggja sæstreng til Íslands sem verður tekinn í notkun í lok næsta árs. Auk þess ætla eignarhaldsfélagið E-Farice og fyrirtækið Tele Greenland að leggja hvort sinn sæstrenginn á næsta ári. Sol segir fréttir af lagningu nýrra sæstrengja vissulega vera góðar, en Data Íslandia notist ekki við sæstreng til þess að flytja gögn á milli. Fyrirtækið komst í fréttirnar í maí þegar áform þess um að byggja gagnageymslu í Sandgerðisbæ voru kynnt. „Staðreyndin er sú að fyrirtæki á gagnageymslumarkaðnum notast ekki við sæstrengi til þess að flytja mikið af gögnum," segir hann. „Við höfum þróað vöru í samvinnu við tölvufyrirtækið Hitachi þar sem gögnin eru sett á harða diska, þeim pakkað saman á sérstaka kerru og hún flutt með flugi." Jon Toigo, forstjóri bandaríska ráðgjafarfyrirtækisins Toigo Partners International og sérfræðingur í gagnageymslumálum, tekur undir með Sol. „Sæstrengur er allt of dýr og ber allt of lítið af gögnum til þess að vera raunhæfur möguleiki fyrir gagnageymslur." Hann segist hiklaust mæla með Íslandi sem góðum stað fyrir gagnageymslur við viðskiptavini sína. „Ég trúi því að í gagnageiranum muni Ísland vera jafn mikils metið og Sviss er í bankageiranum. Hvort sem fyrirtæki vilja minnka kolefnisnotkun eða lækka rafmagnsreikninginn þá er Ísland tilvalinn kostur. Umhverfisvæna orku sem er líka ódýr er sjaldgæft að finna."Hver er munurinn á gagnageymslu og netþjónabúi?Fyrirtæki í tvenns konar gagnatengdri starfsemi hafa sýnt áhuga á Íslandi, meðal annars vegna ódýru og grænu orkunnar og svala loftslagsins. Annars vegar er um að ræða gagnageymslur, og hins vegar netþjónabú eða gagnaveitur.Gagnageymslur sjá um að geyma mikið magn af gögnum fyrirtækja á öruggum stað. Gögnin geta til dæmis verið upplýsingar um alla viðskiptavini fyrirtækisins, skýrslur eða hreinlega afrit af öllum upplýsingum fyrirtækisins. Hugmyndin er að koma gögnunum í geymslu, þar sem hægt er að nálgast þau síðar ef með þarf.Í netþjónabúum er einnig unnið með gögn, en á allt annan hátt. Netþjónabú sjá um að halda utan um gögn fyrirtækja og deila þeim út til tölva. Í þessu tilfelli eru gögnin, sem gætu til dæmis verið vefsíður eða tölvupóstur, ekki sett í geymslu til að nálgast síðar, heldur er netþjónabúið notað til að miðla þeim um allan heim, allan sólarhringinn.
Tækni Mest lesið Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Viðskipti innlent Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Viðskipti innlent Birgir til Banana Viðskipti innlent Nálgast samkomulag um TikTok Viðskipti erlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Fleiri fréttir Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Sjá meira