Sport

Sigur á Liechtenstein á EM í blaki

Íslenska kvennalandsliði í blaki sigraði í dag Liechtenstein 3-1 í leik í lokakeppni Evrópumóts smáþjóða sem fram fer í Galsgow í Skotlandi.

Eftir því sem fram kemur á vef Blaksambands Íslands stóð leikurinn í 100 mínútur. Íslenska liðið vann fyrstu lotuna 25-17 en önnur tapaðist 25-19. Allt var í járnum í þriðju hrinu sem lyktaði á endanum með sigri íslensku stúlknanna, 30-28.Eftirleikurinn reyndist svo auðveldur fyrir Ísland og sigraði í fjórðu hrinunni, 25-11, og þar með í leiknum.

Ísland mætir Kýpur á morgun á morgun og leikur svo við Lúxemborg og Skotland á sunndag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×