Viðskipti innlent

Jón yngsti forstjórinn í Kauphöllinni

Jón Sigurðsson er ekki enn orðinn þrítugur en samt forstjóri hjá FL Group.
Jón Sigurðsson er ekki enn orðinn þrítugur en samt forstjóri hjá FL Group.

Jón Sigurðsson, nýráðinn forstjóri FL Group, er yngsti forstjórinn í Kauphöllinni. Hann er 29 ára gamall, einu ári yngri en Magnús Jónsson, forstjóri Atorku og tveimur árum yngri en Lárus Welding, forstjóri Glitnis.

Þeir þrír eru í töluverðum sérflokki hvað varðar aldur en það er þó nokkrir forstjórar sem hófu forstjóraferil sinn á svipuðum aldri. Meðal þeirra má nefna Jón Ásgeir Jóhannesson, fyrrverandi forstjóra Baugs og núverandi stjórnarformann, Róbert Wessman, forstjóra Actavis, Bjarna Ármannsson, fyrrverandi forstjóra Glitnis, og Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóra Kaupþings.

Þeir sem koma í humátt á eftir þeim Jóni, Magnúsi og Lárusi eru áðurnefndur Hreiðar hjá Kaupþingi sem er 37 ára, Sigurði Valtýssyni hjá Exista sem er fertugur og þeim Árna Pétri Jónssyni hjá Teymi, Baldri Guðnasyni hjá Eimskip og Sigurjóni Þ. Árnasyni hjá Landsbankanum eru allir 41 árs.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×