Afkoma Ryanair umfram væntingar 5. febrúar 2007 06:52 Írska lággjaldafyrirtækið Ryanair skilaði 47,7 milljóna evra hagnaði fyrir skatta á þriðja rekstrarfjórðungi félagsins, sem endaði í desember í fyrra. Þetta jafngildir tæpum 4,3 milljörðum íslenskra króna sem er 30 prósenta aukning á milli ára. Búist var við minni hagnaði vegna síaukins eldsneytiskostnaðar í fyrra. Á sama tíma árið 2005 skilaði flugfélagið 36,8 milljónum evrum í hagnað, eða tæpum 3,3 milljörðum íslenskra króna. Tekjur flugfélagsins námu 493 milljónum evra, 44 milljörðum íslenskra króna, á tímabilinu, sem er 33 prósenta hækkun á milli ára. Fréttaveitan Bloomberg segir Ryanair hafa hækkað ýmis gjöld á farþega á síðasta ári og koma þannig til móts við aukinn rekstrarkostnað vegna hækkunar á eldsneytisverði, svo sem með því að hækkað verð á farmiðum. Bloomberg segir afkomuna á fjórðungnum langt umfram spár greinenda en meðalspá þeirra hljóðaði upp á 21 milljóna evra hagnað, sem svarar til tæplega 1,9 milljarða íslenskra króna. 10,25 milljónir farþega flugu með vélum Ryanair á síðustu þremur mánuðum nýliðins árs en það er 19 prósenta aukning á milli ára. Michael O'Leary, forstjóri Ryanair, segist búast við að vegna lægra eldsneytisverðs nú en í fyrra muni hagnaður lággjaldaflugfélagsins aukast frekar. Hann gerir ráð fyrir að hagnaðurinn muni nema allt að 390 milljónum evra, 34,8 milljörðum íslenskra króna, sem er 40 milljónum evrum meira en fyrri afkomuspá flugfélagsins gerði ráð fyrir. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Viðskipti erlent Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Viðskipti innlent Innkalla eitrað te Neytendur Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Írska lággjaldafyrirtækið Ryanair skilaði 47,7 milljóna evra hagnaði fyrir skatta á þriðja rekstrarfjórðungi félagsins, sem endaði í desember í fyrra. Þetta jafngildir tæpum 4,3 milljörðum íslenskra króna sem er 30 prósenta aukning á milli ára. Búist var við minni hagnaði vegna síaukins eldsneytiskostnaðar í fyrra. Á sama tíma árið 2005 skilaði flugfélagið 36,8 milljónum evrum í hagnað, eða tæpum 3,3 milljörðum íslenskra króna. Tekjur flugfélagsins námu 493 milljónum evra, 44 milljörðum íslenskra króna, á tímabilinu, sem er 33 prósenta hækkun á milli ára. Fréttaveitan Bloomberg segir Ryanair hafa hækkað ýmis gjöld á farþega á síðasta ári og koma þannig til móts við aukinn rekstrarkostnað vegna hækkunar á eldsneytisverði, svo sem með því að hækkað verð á farmiðum. Bloomberg segir afkomuna á fjórðungnum langt umfram spár greinenda en meðalspá þeirra hljóðaði upp á 21 milljóna evra hagnað, sem svarar til tæplega 1,9 milljarða íslenskra króna. 10,25 milljónir farþega flugu með vélum Ryanair á síðustu þremur mánuðum nýliðins árs en það er 19 prósenta aukning á milli ára. Michael O'Leary, forstjóri Ryanair, segist búast við að vegna lægra eldsneytisverðs nú en í fyrra muni hagnaður lággjaldaflugfélagsins aukast frekar. Hann gerir ráð fyrir að hagnaðurinn muni nema allt að 390 milljónum evra, 34,8 milljörðum íslenskra króna, sem er 40 milljónum evrum meira en fyrri afkomuspá flugfélagsins gerði ráð fyrir.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Viðskipti erlent Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Viðskipti innlent Innkalla eitrað te Neytendur Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira