Fall á tyrkneskum hlutabréfamarkaði 30. apríl 2007 09:33 Andstæðingar Abdullah Gul mótmæla forsetaframboði hans um helgina í Istanbúl í Tyrklandi. Mynd/AFP Gengi hlutabréfa í kauphöll Tyrklands féll um 8 prósent við opnun markaða í dag eftir að orðrómur fór á kreik að herinn muni koma í veg fyrir að ríkisstjórn landsins velji nýjan forseta. Líran, gjaldmiðill landsins, hefur sömuleiðis lækkað um 4 prósent í dag. Mikil mótmæli hafa verið í Tyrklandi um helgina við forsetaframboð Abdullah Guls, utanríkisráðherra landsins, sem náði ekki sigri í fyrstu umferð forsetakosninganna en óttast er að hann færi stjórnun landsins í trúarlega átt en nú er. Gul neitaði að draga sig í hlé. Tyrkneska þingið kýs forseta landsins en í stað þess að kjósa Gul vísaði þingið málinu til stjórnarskrárdómstóls landsins. Tyrkneski herinn hefur sakað stjórnvöld um að vera hliðholl islömskum öflum í samfélaginu. Stjórnarflokkurinn þykir hafa stutt við bakið á róttækum múslimum, meðal annars með því að styðja skóla sem byggir á Kóraninum og reyna að fá aflétt banni við því að konur noti höfuðklúta í skólum og opinberum skrifstofum. Að sögn breska ríkisútvarpsins hefur tyrkneski herinn áður blandað sér í stjórnmál þar í landi og velt þremur ríkisstjórnum úr sessi síðan á sjöunda áratug síðustu aldar. Telja greinendur því líkur á því að herinn muni blanda sér í forsetabaráttuna á nýjan leik. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Gengi hlutabréfa í kauphöll Tyrklands féll um 8 prósent við opnun markaða í dag eftir að orðrómur fór á kreik að herinn muni koma í veg fyrir að ríkisstjórn landsins velji nýjan forseta. Líran, gjaldmiðill landsins, hefur sömuleiðis lækkað um 4 prósent í dag. Mikil mótmæli hafa verið í Tyrklandi um helgina við forsetaframboð Abdullah Guls, utanríkisráðherra landsins, sem náði ekki sigri í fyrstu umferð forsetakosninganna en óttast er að hann færi stjórnun landsins í trúarlega átt en nú er. Gul neitaði að draga sig í hlé. Tyrkneska þingið kýs forseta landsins en í stað þess að kjósa Gul vísaði þingið málinu til stjórnarskrárdómstóls landsins. Tyrkneski herinn hefur sakað stjórnvöld um að vera hliðholl islömskum öflum í samfélaginu. Stjórnarflokkurinn þykir hafa stutt við bakið á róttækum múslimum, meðal annars með því að styðja skóla sem byggir á Kóraninum og reyna að fá aflétt banni við því að konur noti höfuðklúta í skólum og opinberum skrifstofum. Að sögn breska ríkisútvarpsins hefur tyrkneski herinn áður blandað sér í stjórnmál þar í landi og velt þremur ríkisstjórnum úr sessi síðan á sjöunda áratug síðustu aldar. Telja greinendur því líkur á því að herinn muni blanda sér í forsetabaráttuna á nýjan leik.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira