Viðskipti erlent

Olían hækkar áfram

Olíuhreinsistöð í Kaliforníu.
Olíuhreinsistöð í Kaliforníu.

Verð á hráolíu stendur í rúmum 78 bandaríkjadölum og hefur sjaldan verið hærra.

Olíuverð hefur hækkað hratt undanfarin misseri og kenna sérfræðingar um litlu framboði, auk óróa í Nígeríu sem er áttundi stærsti olíuframleiðandi veraldar.

Alþjóða orkumálastofnunin (IEA) hefur spáð því að eftirspurn eftir olíu fari enn vaxandi og aukist um 2,2 prósent á ári til ársins 2012. Í nýrri skýrslu stofnunarinnar kemur fram að ætli olíuframleiðendur að anna eftirspurn verði heimsframleiðsla að aukast sem nemur sex hundruð þúsund olíufötum á dag.

Dagleg framleiðsla nemur nú um stundir 1,5 milljónum olíufata.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×