Viðskipti erlent

Kaupa tékkneskt fyrirtæki

Bakkavör Group, Lýður Guðmundsson, Ágúst Guðmundsson
Bakkavör Group, Lýður Guðmundsson, Ágúst Guðmundsson

Bakkavör hefur fest kaup á 51 prósents hlut í tékkneska matvælafyrirtækinu Heli Food Fresh. Í kaupsamningnum felst jafnframt skuldbinding um að kaupa eftirstandandi hluti í fyrirtækinu í apríl árið 2010.

Heli Food Fresh framleiðir tilbúna rétti, súpur og sósur fyrir austurevrópskan markað. Velta fyrirtækisins nemur tæplega þrjú hundruð milljónum íslenskra króna á ári og hjá því starfa sjötíu og sex manns.

Kaupverð er trúnaðarmál að því er fram kemur í yfirlýsingu frá Bakkavör. Þó er tekið fram að kaupin muni hafa óveruleg áhrif á afkomu félagsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×