Viðskipti erlent

Rio Tinto kaupir Alcan

Ástralska námufyrirtækið Rio Tinto hefur gert formlegt kauptilboð í kanadíska álfyrirtækið Alcan, sem á álverið í Straumsvík, sem miðar við 101 Bandaríkjadal á hlut. Stjórn Alcan mælir með tilboðinu.

Samkvæmt tilboðinu myndi Rio Tinto greiða fyrir Alcan sem nemur 38,1 milljarði Bandaríkjadala, eða tæplega 2.300 milljörðum króna. Tilboðið er yfir þriðjungi hærra en fjandsamlegt yfirtökutilboð sem álfyrirtækið Alcoa lagði fram fyrr á árinu.

Tilboð Rio Tinto er því háð að náist stuðningur 67,7 prósenta hluthafa Alcan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×