Körfubolti

Haukastúlkur unnu öruggan sigur

Í kvöld fór fram fyrsti leikurinn í Poweradebikarkeppni kvenna þegar Haukastúlkur mættu Snæfelli. Haukaliðið varð meistari á síðasta ári og reyndist talsvert sterkara í þessum leik. Haukastúlkur unnu örugglega 102-45 og eru komnar áfram í keppninni.

Á morgun verða tveir leikir í Poweradebikar kvenna. Valur og Hamar mætast í Vodafone-höllinni klukkan 18:00 og Grindavík tekur á móti Fjölni 19:15.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×