Viðskipti erlent

Cardinal Health að yfirtaka Viasys

Kerry Clark forstjóri Cardinal Health
Kerry Clark forstjóri Cardinal Health

Eitt stærsta heilsutæknifyrirtæki heims, Cardinal Health, hefur gert yfirtökutilboð í Viasys Healthcare. Félagið er tilbúið að greiða 1,5 milljarða Bandaríkjadala að meðtöldum skuldum félagsins. Það gerir 42,75 Bandaríkjadali á hvern hlut sem er 35 prósentum yfir gengi félagsins á markaði daginn áður en yfirtökutilboðið barst.

Hjá Cardinal Health starfa meira en 40 þúsund manns um allan heim. Hjá Viasys Healthcare starfa 2.400 manns. Árið 2004 keypti Viasys rekstur íslenska fyrirtækisins Taugagreiningar hf. sem rekur tólf manna þróunarsetur hér á landi.

Per Christian Christensen, framkvæmdastjóri Viasys Healthcare á Íslandi segir ekki ljóst hver, ef einhver, áhrifin verð á Taugagreiningu. Hann á þó ekki von á stórvægilegum breytingum. „Við höfum áður verið tekin yfir og allt fór vel þá. Ég á ekki von á því að þetta muni hafa mikil áhrif á okkur. Ég held að Ísland verði ekki fyrsti staðurinn þar sem verður skorið niður.“

Búist er við að kaupin gangi í gegn á næstu átta vikum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×