Evrópski Seðlabankinn tilkynnti í dag að hann hyggist bjóða bönkum samtals 40 milljarða evrur að láni, jafnvirði rúmra 3.500 milljarða íslenskra króna, í sérstöku þriggja mánaða endurfjármögnunarátaki bankanna.
Í Vegvísi Landsbankans í dag segir að markmiðið sé að tryggja eðlilega virkni fjármálamarkaða.
Seðlabankar í nokkrum löndum, þar á meðal í Bandaríkjunum, Evrópu, Japan og Ástralíu, hafa síðustu þrjár vikur gripið til svipaðra aðgerða til að vinna gegn áhrifum á fjármálafyrirtæki vegna samdráttar á húsnæðislánamarkaði í Bandaríkjunum, sem undanfarið hafa valdið niðursveiflu á alþjóðlegum hlutabréfamörkuðum.
Lítið þarf til að bæta ástandið en skemmst er að minnsta uppsveiflu á hlutabréfamörkuðum þegar seðlabanki Bandaríkjanna lækkaði daglánavexti til fjármálafyrirtækja á föstudag í síðustu viku um 50 punkta.