Nýir straumar í hugbúnaðarþróun 22. ágúst 2007 00:01 Pétur Orri Sæmundsen, framkvæmdastjóri Spretts MYND/Hörður Sprettur nefnist nýstofnað fyrirtæki sem sérhæfir sig í útbreiðslu Agile-hugmynda, og þá sérstaklega svokallaðri Scrum-hugmyndafræði sem lýtur að aðferðum til að stjórna verkefnum og fyrirtækjum. Fyrirtækið stendur fyrir ráðstefnu á Hótel Nordica 29. ágúst næstkomandi þar sem Scrum-hugmyndafræðin verður kynnt. Meðal fyrirlesara verða þeir Ken Schwaber, sem talinn er höfundur Scrum-hugmyndafræðinnar, og Guðjón Már Guðjónsson, forstjóri Industria. Pétur Orri Sæmundsen, framkvæmdastjóri Spretts, segir Agile vera samansafn hugmynda sem ætlað er að auka skilvirkni í hugbúnaðarþróun. „Uppruna þessara hugmynda má rekja til þess þegar nokkrir frömuðir úr hugbúnaðargeiranum komu saman í fjallakofa í Utah og settu fram stutt plagg sem kallað var Stefnulýsing Agile-hugbúnaðarþróunar. Þar settu þeir meðal annars fram tólf grundvallarreglur sem bæri að fylgja. Meðal þeirra var Ken Schwaber, höfundur Scrum-stefnunnar og einn fyrirlesara okkar." Scrum byggist á markmiðasetningu og er ætlað að auðvelda stjórnendum að fylgjast með framvindu í hugbúnaðarþróun. Pétur segir slíkra markmiðasetninga vera þörf þar sem oft á tíðum sé erfitt að sjá árangur af hugbúnaðarþróun, ólíkt því sem til að mynda gerist í hefðbundinni framleiðslu. „Menn sjá alltaf kleinuhringinn og geta auðveldlega fylgst með öllu framleiðsluferlinu, hvernig gengur og svo framvegis. Þegar kemur að hugbúnaðarþróun er ef til vill erfitt að meta árangurinn," segir Pétur Orri. Scrum-hugmyndafræðin hefur þó smitað út frá sér og verið tekin upp víðar en í hugbúnaðarþróun. Samkvæmt hugmyndafræðinni setja starfsmenn sér í sameiningu markmið sem verður síðan að inna af hendi innan ákveðins tímaramma. „Scrum-stjórnendur leiða, en stjórna ekki. Mikið er lagt upp úr því að reyna að fá starfsfólk til að finna að það hafi sjálft áhrif á þær ákvarðanir sem teknar eru. Samkvæmt Scrum-stjórnun eru haldnir daglegir fundir þar sem hver fundarmanna fær þrjár spurningar; hvað gerðirðu í gær, hvað á að gera í dag og hvað kemur næst?" Mörg helstu stórfyrirtæki veraldar hafa tekið upp Scrum-hugmyndafræði á vissum sviðum; til að mynda Google, Microsoft og Nokia. „Scrum hentar númer eitt, tvö og þrjú fyrir hugbúnaðar- og þekkingarfyrirtæki. Ég get fullyrt að stjórnun og flækjustig eru stórt vandamál í mörgum hugbúnaðarfyrirtækjum hér á landi," segir Pétur Orri. AGILIS-ráðstefnan verður í stóra salnum á Hótel Nordica. Pétur segist finna fyrir miklum áhuga og þegar hafi um sextíu manns skráð sig. „Markhópurinn er kannski helst stjórar og verkefnastjórar. Þessi hugmyndafræði nýtist tvímælalaust öllum þekkingarfyrirtækjum." Tækni Mest lesið Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Fimm prósenta aukning í september Viðskipti innlent Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Segir lítinn sóma af verðhækkunum Icelandair Neytendur Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Sjá meira
Sprettur nefnist nýstofnað fyrirtæki sem sérhæfir sig í útbreiðslu Agile-hugmynda, og þá sérstaklega svokallaðri Scrum-hugmyndafræði sem lýtur að aðferðum til að stjórna verkefnum og fyrirtækjum. Fyrirtækið stendur fyrir ráðstefnu á Hótel Nordica 29. ágúst næstkomandi þar sem Scrum-hugmyndafræðin verður kynnt. Meðal fyrirlesara verða þeir Ken Schwaber, sem talinn er höfundur Scrum-hugmyndafræðinnar, og Guðjón Már Guðjónsson, forstjóri Industria. Pétur Orri Sæmundsen, framkvæmdastjóri Spretts, segir Agile vera samansafn hugmynda sem ætlað er að auka skilvirkni í hugbúnaðarþróun. „Uppruna þessara hugmynda má rekja til þess þegar nokkrir frömuðir úr hugbúnaðargeiranum komu saman í fjallakofa í Utah og settu fram stutt plagg sem kallað var Stefnulýsing Agile-hugbúnaðarþróunar. Þar settu þeir meðal annars fram tólf grundvallarreglur sem bæri að fylgja. Meðal þeirra var Ken Schwaber, höfundur Scrum-stefnunnar og einn fyrirlesara okkar." Scrum byggist á markmiðasetningu og er ætlað að auðvelda stjórnendum að fylgjast með framvindu í hugbúnaðarþróun. Pétur segir slíkra markmiðasetninga vera þörf þar sem oft á tíðum sé erfitt að sjá árangur af hugbúnaðarþróun, ólíkt því sem til að mynda gerist í hefðbundinni framleiðslu. „Menn sjá alltaf kleinuhringinn og geta auðveldlega fylgst með öllu framleiðsluferlinu, hvernig gengur og svo framvegis. Þegar kemur að hugbúnaðarþróun er ef til vill erfitt að meta árangurinn," segir Pétur Orri. Scrum-hugmyndafræðin hefur þó smitað út frá sér og verið tekin upp víðar en í hugbúnaðarþróun. Samkvæmt hugmyndafræðinni setja starfsmenn sér í sameiningu markmið sem verður síðan að inna af hendi innan ákveðins tímaramma. „Scrum-stjórnendur leiða, en stjórna ekki. Mikið er lagt upp úr því að reyna að fá starfsfólk til að finna að það hafi sjálft áhrif á þær ákvarðanir sem teknar eru. Samkvæmt Scrum-stjórnun eru haldnir daglegir fundir þar sem hver fundarmanna fær þrjár spurningar; hvað gerðirðu í gær, hvað á að gera í dag og hvað kemur næst?" Mörg helstu stórfyrirtæki veraldar hafa tekið upp Scrum-hugmyndafræði á vissum sviðum; til að mynda Google, Microsoft og Nokia. „Scrum hentar númer eitt, tvö og þrjú fyrir hugbúnaðar- og þekkingarfyrirtæki. Ég get fullyrt að stjórnun og flækjustig eru stórt vandamál í mörgum hugbúnaðarfyrirtækjum hér á landi," segir Pétur Orri. AGILIS-ráðstefnan verður í stóra salnum á Hótel Nordica. Pétur segist finna fyrir miklum áhuga og þegar hafi um sextíu manns skráð sig. „Markhópurinn er kannski helst stjórar og verkefnastjórar. Þessi hugmyndafræði nýtist tvímælalaust öllum þekkingarfyrirtækjum."
Tækni Mest lesið Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Fimm prósenta aukning í september Viðskipti innlent Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Segir lítinn sóma af verðhækkunum Icelandair Neytendur Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Sjá meira