Reuters í yfirtökuviðræðum 8. maí 2007 09:17 Breska fréttastofan Reuters hefur staðfest að það eigi í samrunaviðræðum við kanadíska upplýsingatæknifyrirtækið Thomson. Thomson er sagt íhuga að leggja fram yfirtökutilboð í Reuters sem hljóðar upp á 8,8 milljarða punda, jafnvirði 1.117 milljarða íslenskra króna. Breska ríkisútvarpið segir að Thomson, sem meðal annars rekur fréttaveituna AFX, hafi verið að útvíkka starfsemi sína upp á síðkastið og falli fréttastofa Reuters vel inn í reksturinn. Orðrómur um hugsanlega yfirtöku á Reuters kom upp á föstudag og skaust gengi fyrirtækisins upp um 25 prósent í kauphöllinni í Lundúnum í Bretlandi. Fréttin varð til þess að hækka gengið enn frekar í dag en þá fór það upp um 6,7 prósent. Að sögn Reuters hljóðar tilboðið upp á 352,5 pens á hlut auk þess sem hluthöfum verður greitt með bréfum í Thomson. Að sögn BBC metur Reuters hins vegar gengi eigin bréfa hærra, eða á bilinu 697 til 705 pens á hlut sem er 40 prósentum yfir núverandi markaðsvirði fyrirtækisins. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Fleiri fréttir Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Breska fréttastofan Reuters hefur staðfest að það eigi í samrunaviðræðum við kanadíska upplýsingatæknifyrirtækið Thomson. Thomson er sagt íhuga að leggja fram yfirtökutilboð í Reuters sem hljóðar upp á 8,8 milljarða punda, jafnvirði 1.117 milljarða íslenskra króna. Breska ríkisútvarpið segir að Thomson, sem meðal annars rekur fréttaveituna AFX, hafi verið að útvíkka starfsemi sína upp á síðkastið og falli fréttastofa Reuters vel inn í reksturinn. Orðrómur um hugsanlega yfirtöku á Reuters kom upp á föstudag og skaust gengi fyrirtækisins upp um 25 prósent í kauphöllinni í Lundúnum í Bretlandi. Fréttin varð til þess að hækka gengið enn frekar í dag en þá fór það upp um 6,7 prósent. Að sögn Reuters hljóðar tilboðið upp á 352,5 pens á hlut auk þess sem hluthöfum verður greitt með bréfum í Thomson. Að sögn BBC metur Reuters hins vegar gengi eigin bréfa hærra, eða á bilinu 697 til 705 pens á hlut sem er 40 prósentum yfir núverandi markaðsvirði fyrirtækisins.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Fleiri fréttir Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira