Viðskipti erlent

Hagnaður Google eykst en er samt undir væntingum

MYND/AFP

Hagnaður Google jókst um 28% á öðrum ársfjórðungi þessa árs en var samt undir væntingum. Hagnaður fyrirtækisins nam 925 milljónum Bandaríkjadala en á sama tíma í fyrra nam hagnaður fyrirtækisins um 720 milljónir dollara. Búist var við að Google myndi skila enn meiri hagnaði meðal annars vegna aukinnar útbreiðslu á alþjóðlegum markaði.

Tekjur Google námu 3.87 milljörðum dala sem er 58% aukning frá því í fyrra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×