Segir Manhunt 2 vera listaverk 22. júní 2007 15:31 Tölvuleikurinn Manhunt 2 hefur fengið óblíðar móttökur hjá skoðunaraðilum bæði í Bretlandi og í Bandaríkjunum. Í Bretlandi er leikurinn bannaður og í Bandaríkjunum fékk hann þyngsta mögulega dóm og verður eingöngu leyfður fyrir fullorðna. Það þýðir að ekki verður hægt að gefa leikinn út fyrir leikjavélar Sony. Take-Two studio, útgefandi leiksins, hefur einnig staðið á bak við umdeilda leiki eins og Grand Theft Auto og Bully. Talsmenn Take-Two hafa nú ákveðið að fresta útgáfu Manhunt 2, sem átti að koma út þann 10. júlí. Þetta er gert á meðan sú staða sem upp hefur komið er metin. „Við stöndum heilshugar á bak við þennan stórmerkilega leik. Við trúum á frelsi skapandi tjáningar, sem og skynsamlega markaðssetningu. Báðir þessir þættir eru nauðsynlegir fyrir viðskipti okkar og til þess að gera frábært afþreyingarefni," segir í tilkynningu frá Take-Two. Í Manhunt 2 skellir leikmaðurinn sér í hlutverk strokumanns af geðveikrahæli sem myrðir óvini sína með margskonar tækjum og tólum. Á milli morða reynir hann að komast að afdrifum fjölskyldu sinnar. Strauss Zelnick, formaður Take-Two, hefur látið hafa eftir sér að hann telji Manhunt 2 listaverk sem hann styðji af fullum hug. Fáir möguleikar eru nú í stöðunni fyrir Take-two. Á meðal þeirra væri að hætta við leikinn, að gefa hann út í núverandi mynd en aðeins fyrir heimilistölvur (sem snarminnkar tekjur) eða breyta efni leiksins. Mest lesið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Bragðgott quesadilla á einni plötu Matur Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Lífið Meðalmennskan plagar Brján Gagnrýni Fimm góðar um vonda færð, snjóstorma og ærandi innilokunarkennd Bíó og sjónvarp Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Sjóðheitt fyrir snjóstorm Tíska og hönnun Hvað þýðir „six-seven“? Lífið Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Nýr íslenskur tölvuleikur um lífsgæðakapphlaupið Battlefield 6: Gamli góði Battlefield er snúinn aftur Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Borderlands 4: Læti og óreiða par excellence Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Metal Gear Solid Delta: Snake Eater - Einn besti leikur PS2 öðlast nýtt líf Sjá meira
Tölvuleikurinn Manhunt 2 hefur fengið óblíðar móttökur hjá skoðunaraðilum bæði í Bretlandi og í Bandaríkjunum. Í Bretlandi er leikurinn bannaður og í Bandaríkjunum fékk hann þyngsta mögulega dóm og verður eingöngu leyfður fyrir fullorðna. Það þýðir að ekki verður hægt að gefa leikinn út fyrir leikjavélar Sony. Take-Two studio, útgefandi leiksins, hefur einnig staðið á bak við umdeilda leiki eins og Grand Theft Auto og Bully. Talsmenn Take-Two hafa nú ákveðið að fresta útgáfu Manhunt 2, sem átti að koma út þann 10. júlí. Þetta er gert á meðan sú staða sem upp hefur komið er metin. „Við stöndum heilshugar á bak við þennan stórmerkilega leik. Við trúum á frelsi skapandi tjáningar, sem og skynsamlega markaðssetningu. Báðir þessir þættir eru nauðsynlegir fyrir viðskipti okkar og til þess að gera frábært afþreyingarefni," segir í tilkynningu frá Take-Two. Í Manhunt 2 skellir leikmaðurinn sér í hlutverk strokumanns af geðveikrahæli sem myrðir óvini sína með margskonar tækjum og tólum. Á milli morða reynir hann að komast að afdrifum fjölskyldu sinnar. Strauss Zelnick, formaður Take-Two, hefur látið hafa eftir sér að hann telji Manhunt 2 listaverk sem hann styðji af fullum hug. Fáir möguleikar eru nú í stöðunni fyrir Take-two. Á meðal þeirra væri að hætta við leikinn, að gefa hann út í núverandi mynd en aðeins fyrir heimilistölvur (sem snarminnkar tekjur) eða breyta efni leiksins.
Mest lesið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Bragðgott quesadilla á einni plötu Matur Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Lífið Meðalmennskan plagar Brján Gagnrýni Fimm góðar um vonda færð, snjóstorma og ærandi innilokunarkennd Bíó og sjónvarp Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Sjóðheitt fyrir snjóstorm Tíska og hönnun Hvað þýðir „six-seven“? Lífið Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Nýr íslenskur tölvuleikur um lífsgæðakapphlaupið Battlefield 6: Gamli góði Battlefield er snúinn aftur Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Borderlands 4: Læti og óreiða par excellence Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Metal Gear Solid Delta: Snake Eater - Einn besti leikur PS2 öðlast nýtt líf Sjá meira