Range Rover umhverfisvænni en Prius Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir skrifar 7. september 2007 09:00 Þetta ættu að vera gleðitíðindi fyrir íslenska auðkýfinga, sem eru upp til hópa hrifnir af stórum jeppum. Bensínsþambandi tryllitæki gætu verið umhverfisvænni en tvinnbílar, samkvæmt nýrri bandarískri rannsókn þar sem orkunotkun tengd hverjum bíl, allt frá hönnun og framleiðsluferli til heildar rekstrartíma og endurvinnslu er tekin með í reikninginn. Þannig gætu margar jeppategundir sem umhverfisverndarsinnar agnúast jafnan út í verið umhverfisvænni en til dæmis svokallaðir tvinnbílar. Tvinnbílar nota bæði rafmagn og bensín og komast tvisvar til þrisvar sinnum lengra á einum lítra af bensíni en margir bensínhákar. Þetta kemur fram í danska blaðinu Jyllandsposten í dag. Samkvæmt rannsókninni geta tæknilega einfaldir bílar sem eiga langan líftíma í rekstri verið umhverfisvænni en afar háþróaðir bílar þar sem þeir síðarnefndu eru svo orkufrekir í þróun, framleiðslu og endurvinnslu, auk þess sem þeir þurfa meiri þjónustu og eiga sér styttri líftíma. Ein af niðurstöðum rannsóknarinnar er sú að lúxusjeppinn og bensínsvelgurinn Range Rover Sport noti minni heildarorku á líftíma sínum en til dæmis Toyota Prius tvinnbíll sem notið hefur mikilli vinsælda hjá umhverfisverndarsinnum. Þá er Jeep Wrangler með V8 bensínvél sagður einn "grænasti bíllinn" í boði í dag. Ekki kemur fram hver kostaði rannsóknina sem um ræðir. Mest lesið Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Bensínsþambandi tryllitæki gætu verið umhverfisvænni en tvinnbílar, samkvæmt nýrri bandarískri rannsókn þar sem orkunotkun tengd hverjum bíl, allt frá hönnun og framleiðsluferli til heildar rekstrartíma og endurvinnslu er tekin með í reikninginn. Þannig gætu margar jeppategundir sem umhverfisverndarsinnar agnúast jafnan út í verið umhverfisvænni en til dæmis svokallaðir tvinnbílar. Tvinnbílar nota bæði rafmagn og bensín og komast tvisvar til þrisvar sinnum lengra á einum lítra af bensíni en margir bensínhákar. Þetta kemur fram í danska blaðinu Jyllandsposten í dag. Samkvæmt rannsókninni geta tæknilega einfaldir bílar sem eiga langan líftíma í rekstri verið umhverfisvænni en afar háþróaðir bílar þar sem þeir síðarnefndu eru svo orkufrekir í þróun, framleiðslu og endurvinnslu, auk þess sem þeir þurfa meiri þjónustu og eiga sér styttri líftíma. Ein af niðurstöðum rannsóknarinnar er sú að lúxusjeppinn og bensínsvelgurinn Range Rover Sport noti minni heildarorku á líftíma sínum en til dæmis Toyota Prius tvinnbíll sem notið hefur mikilli vinsælda hjá umhverfisverndarsinnum. Þá er Jeep Wrangler með V8 bensínvél sagður einn "grænasti bíllinn" í boði í dag. Ekki kemur fram hver kostaði rannsóknina sem um ræðir.
Mest lesið Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent