Þrjú fyrirtæki hafa þegar skoðað aðstæður á Íslandi fyrir uppsetningu netþjónabúa og bendir margt til að fyrirtæki með Íslendinga í fararbroddi muni ríða á vaðið, að því er kom fram í ræðu Össurar Skarphéðinssonar iðnaðarráðherra á ráðstefnu um netþjónabú í gær.
Fyrirtækin íhuga uppsetningu stórbúa sem þurfa hvert um sig raforku sem nemur 50 til 100 megavöttum innan næstu ára. Raforkuþörf fyrir slíka starfsemi gæti á næstu þremur til fimm árum numið 200 til 250 megavöttum samkvæmt áætlunum iðnaðarráðuneytisins.