Viðskipti erlent

Netfyrirtæki sektuð fyrir að auglýsa netpóker

MYND/AP

Hugbúnaðarfyrirtækin Google, Yahoo og Microsoft hafa verið sektuð um 31,5 milljónir dollara, jafnvirði um tveggja milljarða króna, fyrir að hafa auglýst netpókerspil.

Það er bandaríska dómsmálaráðuneytið sem sektaði risafyrirtækin en lög tóku gildi þar í landi á síðasta ári sem banna fjárhættuspil á Netinu. Félögin þrjú sögðust saklaus í málinu en sekt þeirra rennur í sjóð vegna barna sem horfið hafa í Bandaríkjunum eða hafa verið misnotuð. Einnig fara peningarnir í auglýsingaherferð gegn netfjárhættuspilum sem beinast mun að ungu fólki.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×