Handbolti

Gummersbach úr leik í bikarnum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Guðjón Valur og félagar í Gummersbach eru úr leik í þýsku bikarkeppninni.
Guðjón Valur og félagar í Gummersbach eru úr leik í þýsku bikarkeppninni. Nordic Photos / Bongarts

Gummersbach féll úr leik í fjórðungsúrslitum þýsku bikarkeppninnar eftir að liðið tapaði fyrir Hamburg á útivelli, 33-30.

Staðan í hálfleik var 18-15, heimamönnum í vil. Róbert Gunnarsson skoraði sjö mörk fyrir Gummersbach og Guðjón Valur Sigurðsson tvö.

Kiel áfram í undanúrslit keppninnar í kvöld ásamt Hamburg eftir öruggan sigur á Friesenheim, 37-26.

Eitt Íslendingalið er enn með í keppninni en það er 1. deildarliðið Hannover-Burgdorf sem Heiðmar Felixsson leikur með. Það mætir á morgun Rhein-Neckar-Löwen og á sama tíma eigast við Düsseldorf og Nordhorn.

Einn leikur fór fram í þýsku úrvalsdeildinni í kvöld. Grosswallstadt vann stóran sigur á Wilhelmshaven, 37-24. Gylfi Gylfason skoraði sex mörk fyrir síðarnefnda liðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×