Viðskipti erlent

Mikilli niðursveiflu spáð í Evrópu á næsta ári

Þetta hófst sem vandamál á bandaríska fasteignamarkaðinum. Síðan varð það að heimsvandamáli á lánsfjármarkaðinum. Og nú er komið að Evrópu að borga reikninginn.

Margir hagfræðingar telja að mikil niðursveifla sé framundan í evrópskum efnahagamálum á næsta ári. Raunar meiri niðursveifla en varð í Bandaríkjunum þar sem svokölluð undirmálslán komu skriðunni af stað.

 

Í umfjöllun á börsen.dk um horfurnar í Evrópu á næsta ári er vitnað til Michael Hume aðalhagfræðing í Evrópumálum hjá fjármálafyrirtækinu Lehman Brothers í London. Hume segir að væntingar hjá hinum evrópska neytenda séu í lágmarki og að þaðan verði enga hjálp að fá á næsta ári.

 

Jens Asmussen aðalhagfræðingur Handelsbanken tekur undir þessi sjónarmið um niðursveiflu í Evrópu á næsta ári. Jens telur að árið muni einkennast litlum hagvexti og hárri verðbólgu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×