Viðskipti erlent

Led Zeppelin blæs lífi í HMV útgáfuna

Hin gamalgróna tónlistarútgáfa HMV hefur verið á fallandi fæti allt árið eða þar til ljóst var að hljómsveitin Led Zeppelin myndi koma saman aftur.

Frá því að ljóst var í september að Led Zeppelin myndi koma saman af aftur hefur salan á plötum þeirra aukist um 500%. HMV hefur útgáfuréttinn að tónlist hljómsveitarinnar.

Stöðugur taprekstur hefur verið á HMV þetta árið og ársfjórðungsuppgjörin einkennst af afkomuviðvörunum áður en þau voru gerð opinber.

Simon Fox forstjóri HMV segir að nú sé viðsnúningur í rekstrinum og hann er bjartsýnn á jólavertíðina í ár. Auk Zeppelin hafa listamann á borð við Leona Lewis og Arctic Monkeys stuðlað að batnandi gengi HMV.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×