NBA í nótt: Fimmti tapleikur Utah í röð Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 13. desember 2007 08:50 Steve Nash gerði góðlátlegt grín að sjálfum sér í sjónvarpsviðtali í hálfleik. Nordic Photos / Getty Images Utah Jazz tapaði sínum fimmta leik í NBA-deildinni í nótt er það tapaði fyrir Phoenix Suns, 103-98. Steve Nash var í miklum ham og kláraði leikinn eftir að tönn brotnaði í honum um miðjan leikinn. Hann fékk óvart olnboga Carlos Boozer í sig þegar hann var að berjast um frákast. Þetta gerðist undir lok fyrri hálfleiks. Hann rétti þjálfaranum Aaron Nelson tönnina og fór svo í viðtal við ESPN-sjónvarpsstöðina áður en hann gekk til búningsklefans. Nash var stigahæstur hjá Phoenix með 29 stig í leiknum og ellefu stoðsendingar. Hann hitti úr tíu af tólf skotum sínum innan teigs og þrjú af fjórum utan hans. Hann hitti einnig úr fimm vítaköstum á síðustu ellefu sekúndunum. Shawn Marion var með 26 stig og fimmtán fráköst fyrir Phoenix en stigahæstur hjá Utah var Boozer með 24 stig og þrettán fráköst. Paul Millsap var með 20 stig og þrettán fráköst. Utah hefur ekki tapað fimm leikjum í röð síðan í apríl síðastliðnum. Phoenix virðist ganga betur gegn sterkari liðum deildarinnar en með sigrinum í nótt hefur liðið unnið tíu leiki og tapað aðeins einum gegn liðum sem eru með betra en 50% sigurhlutfall. Chris Bosh var öflugur í nótt.Nordic Photos / Getty Images Chris Bosh skoraði sautján stig er Toronto vann sinn þriðja sigur í röð með sextán stiga sigri á Dallas, 92-76. Kris Humphries bætti við sextán stig og tólf fráköstum en TJ Ford var frá vegna meiðsla. Hann skall illa með höfuðið í gólfið í fyrrinótt og var haldið á sjúkrahúsi í Atlanta yfir nóttina. Hann fékk hins vegar að snúa aftur til síns heima og var útskrifaður af sjúkrahúsinu þar sem hann var ekki með neina alvarlega áverka. Ford fékk frábærar viðtökur þegar hann kom á bekk Toronto-liðsins í öðrum leikhluta þar sem hann fylgdist með leiknum. Hann sagðist þó ekkert geta sagt til um hvenær hann yrði klár í slaginn á nýjan leik. Dallas hefur ekki skorað svona fá stig í einum leik á leiktíðinni. Jason Terry var með 21 stig og Josh Howard var með nítján fyrir Dallas. Þá vann Indiana sigur á Chicago, 117-102, í ansi skrautlegum leik. Dómarar leiksins dæmdu fimm tæknivillur og ráku þá Tyrus Thomas, leikmann Chicago, og Troy Murphy, leikmann Indiana, af velli. Boston Celtic vann sinn sjöunda leik í röð og átjánda alls er liðið vann Sacramento, 90-78. Charlotte vann aðeins sinn annan leik af síðustu tíu er það vann LA Clippers, 108-103. New York tapaði sínum fjórða leik í röð er það tapaði fyrir Seattle, 117-110. Þá var Samuel Dalembert með átján stig, ellefu fráköst og níu varin skot er Philadelphia vann fjögurra stiga sigur á Minnesota, 98-94. Úrslit annarra leikja: Milwaukee Bucks - Orlando Magic 100-86Houston Rockets - Detroit Pistons 80-77Denver Nuggets - New Orleans Hornets 105-99Portland Trail Blazers - Golden State Warriors 105-95 NBA Mest lesið Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Sport Fleiri fréttir „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Sjá meira
Utah Jazz tapaði sínum fimmta leik í NBA-deildinni í nótt er það tapaði fyrir Phoenix Suns, 103-98. Steve Nash var í miklum ham og kláraði leikinn eftir að tönn brotnaði í honum um miðjan leikinn. Hann fékk óvart olnboga Carlos Boozer í sig þegar hann var að berjast um frákast. Þetta gerðist undir lok fyrri hálfleiks. Hann rétti þjálfaranum Aaron Nelson tönnina og fór svo í viðtal við ESPN-sjónvarpsstöðina áður en hann gekk til búningsklefans. Nash var stigahæstur hjá Phoenix með 29 stig í leiknum og ellefu stoðsendingar. Hann hitti úr tíu af tólf skotum sínum innan teigs og þrjú af fjórum utan hans. Hann hitti einnig úr fimm vítaköstum á síðustu ellefu sekúndunum. Shawn Marion var með 26 stig og fimmtán fráköst fyrir Phoenix en stigahæstur hjá Utah var Boozer með 24 stig og þrettán fráköst. Paul Millsap var með 20 stig og þrettán fráköst. Utah hefur ekki tapað fimm leikjum í röð síðan í apríl síðastliðnum. Phoenix virðist ganga betur gegn sterkari liðum deildarinnar en með sigrinum í nótt hefur liðið unnið tíu leiki og tapað aðeins einum gegn liðum sem eru með betra en 50% sigurhlutfall. Chris Bosh var öflugur í nótt.Nordic Photos / Getty Images Chris Bosh skoraði sautján stig er Toronto vann sinn þriðja sigur í röð með sextán stiga sigri á Dallas, 92-76. Kris Humphries bætti við sextán stig og tólf fráköstum en TJ Ford var frá vegna meiðsla. Hann skall illa með höfuðið í gólfið í fyrrinótt og var haldið á sjúkrahúsi í Atlanta yfir nóttina. Hann fékk hins vegar að snúa aftur til síns heima og var útskrifaður af sjúkrahúsinu þar sem hann var ekki með neina alvarlega áverka. Ford fékk frábærar viðtökur þegar hann kom á bekk Toronto-liðsins í öðrum leikhluta þar sem hann fylgdist með leiknum. Hann sagðist þó ekkert geta sagt til um hvenær hann yrði klár í slaginn á nýjan leik. Dallas hefur ekki skorað svona fá stig í einum leik á leiktíðinni. Jason Terry var með 21 stig og Josh Howard var með nítján fyrir Dallas. Þá vann Indiana sigur á Chicago, 117-102, í ansi skrautlegum leik. Dómarar leiksins dæmdu fimm tæknivillur og ráku þá Tyrus Thomas, leikmann Chicago, og Troy Murphy, leikmann Indiana, af velli. Boston Celtic vann sinn sjöunda leik í röð og átjánda alls er liðið vann Sacramento, 90-78. Charlotte vann aðeins sinn annan leik af síðustu tíu er það vann LA Clippers, 108-103. New York tapaði sínum fjórða leik í röð er það tapaði fyrir Seattle, 117-110. Þá var Samuel Dalembert með átján stig, ellefu fráköst og níu varin skot er Philadelphia vann fjögurra stiga sigur á Minnesota, 98-94. Úrslit annarra leikja: Milwaukee Bucks - Orlando Magic 100-86Houston Rockets - Detroit Pistons 80-77Denver Nuggets - New Orleans Hornets 105-99Portland Trail Blazers - Golden State Warriors 105-95
NBA Mest lesið Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Sport Fleiri fréttir „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Sjá meira