Viðskipti erlent

Klámframleiðendur í stríð gegn ókeypis klámi

Tónlistarheimurinn hefur lengi barist gegn ókeypis niðurhali á tónlist og nú ætla klámframleiðendur að feta í sömu fótspor. Þeir hafa sagt ókeypis niðurhali á klámi stríð á hendur.

Einn stærsti klámframleiðandi heimsins, bandaríska fyrirtækið Vivd Entertainment hefur höfðað mál gegn netsíðunni Porntube sem er uppbyggð líkt og Youtube. Á Porntube er hægt að niðurhala ókeypis atriðum úr klámmyndum sem njóta höfundarréttar.

Vivid telur að atriði úr m.a. klámperlum á borð við Night Nurses, Where the Boys Aren´t og hinu nýja kynlífsmyndbandiv Kim Kardashians sé hægt að fá án greiðslu á Porntube. Vivid gerir kröfu um tæplega 10 milljón kr. skaðabætur fyrir hverja mynd.

Klámframleiðandinn Red Light District ætlar hinsvegar að beina spjótum sínum beint að hinum almenna notenda eins og tónlistarheimurinn hefur reynt. Red Light telur að velta þeirra hafi minnkað um 35% vegna "sjóræningjastarfsemi" neytendanna. Því er framleiðandinn að undirbúa málshöfðanir gegn neytendunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×