Viðskipti innlent

SA andvíg margþrepa skattkerfi

Vilhjálmur Egilsson er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Vilhjálmur Egilsson er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.

Samtök atvinnulífsins eru algerlega andvíg þeirri tillögu að taka upp margþrepa skattkerfi eins og Starfsgreinasambandið hefur lagt til. Þetta kemur fram í ályktun frá stjórn samtakanna sem birt er á vef þeirra. Þá telja SA mikilvægt að kjarasamningar við opinbera starfsmenn sprengi ekki þá ramma sem almenni vinnumarkaðurinn markar.

SA segja að almennar launahækkanir við núverandi skilyrði yrðu einungis verðbólgufóður. Mikil spurn hafi verið eftir starfsfólki á undanförnum misserum og hafi störfum fjölgað um að minnsta kosti 10% á tveimur árum. Stór hluti þeirra hafi verið mannaður af erlendu starfsfólki. Hvarvetna hafi fyrirtæki kvartað undan mikilli starfsmannaveltu, erfiðleikum við mönnun og þrýstingi á launahækkanir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×