Risatap hjá General Motors 7. nóvember 2007 12:44 Rick Wagoner, forstjóri General Motors, segir fyrirtækið ætla að halda áfram endurskipuagningu í rekstinum þrátt fyrir gríðarlegt tap á síðasta ársfjórðungi. Mynd/AFP Bandaríski bílaframleiðandinn General Motors (GM), annar umsvifamesta fyrirtækið á þessu sviði á eftir Toyota, tapaði 39 milljörðum bandaríkjadala, jafnvirði 2.273 milljarða íslenskra króna, á þriðja ársfjórðungi. Á sama tíma í fyrra nam tap fyrirtækisins litlum 147 milljónum dala. Þetta er stærsta tap í sögu bílaframleiðandans. Tapið skrifast að langmestu leyti á breytingar á afkomuútreikningum félagsins, auknar skattagreiðslur og taprekstri á veðlánaarmi GM, sem fyrirtækið hefur nú losað sig við. Séu aukaálögurnar aðskildar frá heildarafkomu GM nemur tapið af hefðbundinni starfsemi 1,6 milljörðum dala. Tekjur GM ruku á sama tíma í hæstu hæðir og námu 43,1 milljarði dali. Rick Wagoner, forstjóri GM, segir í samtali við fréttastofu Associated Press, í dag að þrátt fyrir skellinn, sem komi á sama tíma og aðstæður á fjármálamörkuðum séu afar erfiðar, muni fyrirtækið halda áfram að endurskipuleggja reksturinn, ekki síst í Bandaríkjunum. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Bandaríski bílaframleiðandinn General Motors (GM), annar umsvifamesta fyrirtækið á þessu sviði á eftir Toyota, tapaði 39 milljörðum bandaríkjadala, jafnvirði 2.273 milljarða íslenskra króna, á þriðja ársfjórðungi. Á sama tíma í fyrra nam tap fyrirtækisins litlum 147 milljónum dala. Þetta er stærsta tap í sögu bílaframleiðandans. Tapið skrifast að langmestu leyti á breytingar á afkomuútreikningum félagsins, auknar skattagreiðslur og taprekstri á veðlánaarmi GM, sem fyrirtækið hefur nú losað sig við. Séu aukaálögurnar aðskildar frá heildarafkomu GM nemur tapið af hefðbundinni starfsemi 1,6 milljörðum dala. Tekjur GM ruku á sama tíma í hæstu hæðir og námu 43,1 milljarði dali. Rick Wagoner, forstjóri GM, segir í samtali við fréttastofu Associated Press, í dag að þrátt fyrir skellinn, sem komi á sama tíma og aðstæður á fjármálamörkuðum séu afar erfiðar, muni fyrirtækið halda áfram að endurskipuleggja reksturinn, ekki síst í Bandaríkjunum.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf