Sport

Kókaín í blóði Matinu Hingis á Wimbledon-mótinu

MYND/AP

Svissneska tennisstjarnan Martina Hingis hefur viðkennt að kókaín hafi fundist í sýni sem tekið var í lyfjaprófi á Wibledon-tennismótinu í sumar. Frá þessu greindi Hingis fyrir stundu á fréttamannafundi.

Hingis tilkynnti um leið að hún myndi hætta þátttöku á atvinnumannamótum í tennis vegna málsins. „Prófið reyndist jákvætt en ég hef aldrei neytt eiturlyfja og ég er algjörlega saklaus," sagði Hingis á blaðamannafundinum. „Ég hef ákveðið að greina frá þessu því vil ekki lenda í deilum við lyfjaeftirlitið," sagði Hingis enn fremur.

Hingis, sem er 27 ára, hætti tennisiðkun árið 2003 vegna þrálátra meiðsla en sneri aftur á völlinn í fyrra. Hún tók meðal annars þátt í Wibledon-mótinu í ár en varð svo að draga sig í hlé í sumar vegna meiðsla. Hún er sem stendur í 19. sæti á styrkleikalista tenniskvenna.

Hingis hefur verið í hópi skærustu tennisstjarna heimsins á síðustu árum og var um tíma á toppi heimslistans. Þá hefur hún unnið fimm titla á einum af fjórum stóru mótunum sem haldin eru ár hvert í heiminum.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×