Lífið

Shatner sár yfir að vera ekki með í Star Trek

Leikarinn William Shatner er sár og móðgaður yfir því að hann fær ekki að vera með í næstu Star Trek mynd sem sýnd verður á næsta ári. Hann fær ekki að fara "óttalaust þangað sem enginn hefur komið áður." Meðleikari hans úr fyrri myndum, Leonard Nimoy verður hinsvegar með í hópnum sem Spock.

"Ég bara trúði þessu ekki. Ég er alls ekki með í myndinni. Leonard guð blessi hans er með en ekki ég," segir Shatner í samtali við AP nýlega. "Þetta virðist ekki góð hugmynd, viðskiptalega séð."

Shatner er orðinn 76 ára gamall og lætur hvergi deigan síga í leikferli sínum og leikur m.a. eitt af aðalhlutverkunum í Boston Legal.

Hlutverk hans sem Kafteinn Kirk var skrifað út úr Star Trek kvikmyndaseríunni árið 1994 í myndinni "Star Trek Generations" þar sem hann lætur lífið. Hinsvegar má benda á að Spock hefur látið lífið í tveimur af myndunum en alltaf náð að koma aftur.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.