Formúla 1

Hamilton í bestu stöðunni

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Áhorfendur á Interlagos-brautinni í Brasilíu fögnuðu sínum manni gríðarlega vel.
Áhorfendur á Interlagos-brautinni í Brasilíu fögnuðu sínum manni gríðarlega vel. Nordic Photos / Getty Images

Heimamaðurinn Felipe Massa verður á ráspól í brasilíska kappakstrinum á morgun. Lewis Hamilton varð annar í tímatökunum í dag.

Hamilton er með fjögurra stiga forystu í stigakeppni ökumanna og reyndist það honum afar dýrmætt að ná öðru sætinu í dag. Hann skaust fram úr Kimi Raikkönen, félaga Massa hjá Ferarri, í síðustu tilraun sinni.

Fernando Alonso, liðsfélagi Hamilton hjá McLaren, er í öðru sæti í stigakeppni ökuþóra en náði ekki nema fjórða sæti í tímatökunum. Það þýðir að staða hans fyrir lokakeppni tímabilsins á morgun er ekki góð.

Raikkönen á einnig möguleika á titlinum en hann er sjö stigum á eftir Hamilton. Hann ætti helst möguleika á titlinum ef Hamilton fellur úr leik og Massa „hleypur" honum fram úr sér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×