Viðskipti innlent

Glitnir söluhæstur í OMX

MYND/GVA

Glitnir varð söluhæsti aðilinn á norræna hlutabréfamarkaðinum OMX í nýliðnum september en bankinn annaðist þá 6,6 prósent allra hlutabréfa sem seld voru í OMX-höllinni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu.

Ef litið er til hlutabréfaveltu OMX það sem af er árinu 2007 er Glitnir með næst mesta markaðshlutdeild allra félaga eða 6,25 prósent af heildarveltu seldra bréfa.

Haft er eftir Lárusi Welding, forstjóra Glitnis, að bankinn hafi lagt mikla áherslu á að byggja upp verðbréfamiðlun á síðustu árum. Þá er bent á að norræna útrásin hafi styrkt stöðu Glitnis í íslensku kauphöllinni þar sem bankinn hafi einnig verið með mestu veltu í hlutabréfum í september.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×