Formúla 1

Ég stenst pressuna

NordicPhotos/GettyImages

Lewis Hamilton segir að hann geti vel staðist pressuna sem verður á honum í Brasilíu þann 21. október nk þegar hann getur orðið yngsti heimsmeistari í sögu Formúlu 1.

Þessi 22 ára gamli nýliði hefur fjögurra stiga forskot á liðsfélaga sinn og heimsmeistarann Fernando Alonso í töflunni og Kimi Raikkönen er sjö stigum á eftir honum.

"Ég hef verið í sömu stöðu og þessari áður og ég vona að ég höndli þessa stöðu jafn vel," sagði Hamilton, sem vann GP2 mótið í kappakstri árið 2006. "Ef maður fer að velta sér upp úr því neikvæða í þessum bransa getur maður auðveldlega skemmt hjá sér hugarfarið. Það eina sem ég hugsa um er bara að koma sér upp í bílinn því ekkert lætur mér líða eins vel og að keyra," sagði Hamilton.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×