Viðskipti erlent

Nyhedsavisen gengur vel, Politiken að sligast

Rjómagangur er á dönsku fríblöðunum þessa daganna þar með talið hinu íslenskættaða Nyhedsavisen. Á sama tíma á stærsta dagblaðaútgáfa Danmerkur, JP/Politikens hus, í miklum fjárhagsvandræðum en sú útgáfa gefur jafnframt út stærsta fríblaðið 24timer. Hefur fjárhagstapið á 24timer leitt til niðurskurðaraðgerða hjá Politiken.

Politiken kemur ekki út á morgun þar sem blaðamenn þess tóku sér frí í dag eftir að hafa heyrt um niðurskurðinn.

Samkvæmt síðustu mælingu hjá TNS Gallup í Danmörku á lestri fríblaðanna auka þau öll mikið við lesendahóp sinn. 24timer kemur best út með aukningu upp á 122.000 lesendur en fast á hæla þess kemur MetroXpress með aukningu upp á 109.000 lesendur og svo Nyhedsavisen með aukningu upp á 90.000 lesendur.

Alls lesa nú 594.000 Danir 24timer daglega á móti 571.000 lesendum MetroXpress og 503.000 lesendum Nyhedsavisen. Danska blaðið Börsen fjallar um þetta í dag og segir m.a. að útgáfa 24timer hafi kostað JP/Politiken hus mikið og því sé nú gripið til niðurskurðar á ritstjórnum þess.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×