Hamilton skrefi nær titlinum 30. september 2007 12:16 NordicPhotos/GettyImages Breski ökuþórinn Lewis Hamilton tók í morgun stórt skref í áttina að því að verða fyrsti nýliðinn til að verða heimsmeistari í Formúlu 1 þegar hann sigraði í Japanskappakstrinum. McLaren-maðurinn var á ráspól í nótt og náði að landa sigrinum í ausandi rigningunni í Japan, en á sama tíma ók félagi hans og helsti keppinautur Fernando Alonso út af brautinni og þurfti að hætta keppni. Hamilton er því með 12 stiga forystu á heimsmeistarann Alonso þegar tvær keppnir og 20 stig eru eftir í pottinum - aðeins á eftir að keppa í Kína og Brasilíu. Hekki Kovalainen hjá Renault varð í öðru sæti í morgun og landi hans Kimi Raikkönen hjá Ferrari varð þriðji. Hamilton hélt ró sinni og sýndi fádæma yfirvegun þó hann væri þarna að keppa í sinni fyrstu alvöru rigningarkeppni og úrslitin í dag þýða að hann verður heimsmeistari í Kínakappakstrinum ef hann kemur á undan Alonso í mark eða missir ekki meira en stig í hendur hans. Staðan í í keppni ökuþóra: 1. Lewis Hamilton - McLaren 107 stig 2. Fernando Alonso - McLaren - 95 3. Kimi Raikkönen - Ferrari 90 4. Felipe Massa - Ferrari 80 5. Nick Heidfeld - BMW 56 Formúla Mest lesið Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ Fótbolti Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG Sport „Svekkjandi að missa af næsta leik“ Fótbolti „Virkilega galið tap“ Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum Fótbolti Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Breski ökuþórinn Lewis Hamilton tók í morgun stórt skref í áttina að því að verða fyrsti nýliðinn til að verða heimsmeistari í Formúlu 1 þegar hann sigraði í Japanskappakstrinum. McLaren-maðurinn var á ráspól í nótt og náði að landa sigrinum í ausandi rigningunni í Japan, en á sama tíma ók félagi hans og helsti keppinautur Fernando Alonso út af brautinni og þurfti að hætta keppni. Hamilton er því með 12 stiga forystu á heimsmeistarann Alonso þegar tvær keppnir og 20 stig eru eftir í pottinum - aðeins á eftir að keppa í Kína og Brasilíu. Hekki Kovalainen hjá Renault varð í öðru sæti í morgun og landi hans Kimi Raikkönen hjá Ferrari varð þriðji. Hamilton hélt ró sinni og sýndi fádæma yfirvegun þó hann væri þarna að keppa í sinni fyrstu alvöru rigningarkeppni og úrslitin í dag þýða að hann verður heimsmeistari í Kínakappakstrinum ef hann kemur á undan Alonso í mark eða missir ekki meira en stig í hendur hans. Staðan í í keppni ökuþóra: 1. Lewis Hamilton - McLaren 107 stig 2. Fernando Alonso - McLaren - 95 3. Kimi Raikkönen - Ferrari 90 4. Felipe Massa - Ferrari 80 5. Nick Heidfeld - BMW 56
Formúla Mest lesið Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ Fótbolti Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG Sport „Svekkjandi að missa af næsta leik“ Fótbolti „Virkilega galið tap“ Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum Fótbolti Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira