Erlent

Gagnrýnir þvinganir Öryggisráðsins

MYND/AFP

Afskipti annarra þjóða að kjarnorkuáætlun Írans einkennist af hræsni og yfirgangi að mati Mahmoud Ahmadinejad, forseta Írans. Þetta kom fram í ræðu forsetans á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í gær.

Þar gagnrýndi hann ennfremur þær þvinganir sem Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur beitt gegn Íran og sagði þær ólöglegar.

Forsetinn ítrekaði að Íranir ætluðu ekki að koma sér upp kjarnorkuvopnum og allar tilraunir þeirra með kjarnorku væru gerðar í friðsömum tilgangi. Að lokum bauð hann öllum þjóðum sem vildu upp á tæknilega aðstoð varðandi kjarnorku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×