Lífið

Brangelina ætlar að fjölga sér frekar

Fallegasta fólk í heimi?
Fallegasta fólk í heimi? MYND/USAToday
Brad Pitt og Angelina Jolie eru tilbúin til frekari barneigna. Pitt, sem er staddur á Ítalíu vegna kvikmyndahátíðarinnar í Feneyjum sagði í viðtali á ítalskri sjónvarpsstöð að föðurhlutverkið væri það skemmtilegasta sem hann hefði tekið sér fyrir hendur - en jafnframt það erfiðasta.

Þegar hann var spurður hvort hjónakornin væru tilbúin fyrir viðbót í barnaskarann svaraði hann því játandi. Fyrir eiga þau börnin Maddox, sex ára, Pax Thien, fjögurra ára, Zahöru, tveggja ára og Shiloh Nouvel, eins og hálfs árs. Öll nema Shiloh eru þau ættleidd, en Pitt tjáði sig ekki um með hvaða hætti nýjasta barnið yrði fengið.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.