Hræringar á Wall Street 30. ágúst 2007 14:38 Hamagangur á Wall Street. Gengi bréfa í bandarískum fjármálafyrirtækjum lækkaði á markaði í Bandaríkjunum í dag eftir að gert var ráð fyrir minni hagnaði þeirra á árinu í kjölfar samdráttar á bandarískum fasteignalánamarkaði. Mynd/AFP Gengi hlutabréfa í Bandaríkjunum lækkaði lítillega við opnun fjármálamarkaða vestanhafs í dag en óttast er að háir vextir muni draga úr afkomu fjármálafyrirtækja auk þess sem talið er að samdráttur á bandarískum fasteignamarkaði geti hægt á hagvexti. Hagvísar í Bandaríkjunum benda til að hagvöxtur var umfram væntingar á öðrum ársfjórðungi í Bandaríkjunum þótt úr dragi á seinni hluta árs. Gengi bréfa í bandarísku bönkunum Goldman Sachs, Morgan Stanley, Merrill Lynch og Bear Sterns lækkaði við opnun viðskipta á hlutabréfamörkuðum vestra eftir að fjárfestingabankinn Lehman Brothers Holdings birti uppfærða afkomuspá sína fyrir árið en þar er gert ráð fyrir að hagnaður bankans muni dragast saman á árinu vegna samdráttarins í Bandaríkjunum. Þá lækkaði sömuleiðis gengi bréfa í verslanakeðjurisanum Wal-Mart eftir að Merrill Lynch mælti með því í nýju verðmati sínu að fjárfestar seldu bréf sín í félaginu. Vísitölurnar hafa sveiflast nokkuð og gætir því enn nokkurs taugatitrings í röðum fjárfesta, að sögn fréttaveitu Bloomberg. Dow Jones-vísitalan hefur lækkað um 0,39 prósent og S&P-vísitalan um 9,29 prósent. Hins vegar hefur Nasdaq-vísitalan hækkað um 0,36 prósent. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Gengi hlutabréfa í Bandaríkjunum lækkaði lítillega við opnun fjármálamarkaða vestanhafs í dag en óttast er að háir vextir muni draga úr afkomu fjármálafyrirtækja auk þess sem talið er að samdráttur á bandarískum fasteignamarkaði geti hægt á hagvexti. Hagvísar í Bandaríkjunum benda til að hagvöxtur var umfram væntingar á öðrum ársfjórðungi í Bandaríkjunum þótt úr dragi á seinni hluta árs. Gengi bréfa í bandarísku bönkunum Goldman Sachs, Morgan Stanley, Merrill Lynch og Bear Sterns lækkaði við opnun viðskipta á hlutabréfamörkuðum vestra eftir að fjárfestingabankinn Lehman Brothers Holdings birti uppfærða afkomuspá sína fyrir árið en þar er gert ráð fyrir að hagnaður bankans muni dragast saman á árinu vegna samdráttarins í Bandaríkjunum. Þá lækkaði sömuleiðis gengi bréfa í verslanakeðjurisanum Wal-Mart eftir að Merrill Lynch mælti með því í nýju verðmati sínu að fjárfestar seldu bréf sín í félaginu. Vísitölurnar hafa sveiflast nokkuð og gætir því enn nokkurs taugatitrings í röðum fjárfesta, að sögn fréttaveitu Bloomberg. Dow Jones-vísitalan hefur lækkað um 0,39 prósent og S&P-vísitalan um 9,29 prósent. Hins vegar hefur Nasdaq-vísitalan hækkað um 0,36 prósent.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira