Vísitölur lækka lítillega í Evrópu 24. ágúst 2007 09:29 Frá hlutabréfamarkaði í Asíu. Gengi hlutabréfa lækkaði í Hong Kong eftir að einn stærsti banki Kína sagðist hafa fjárfest í bandarískum fasteignalánasöfnum. Mynd/AFP Helstu hlutabréfavísitölur í Asíu og Evrópu hafa lækkað á fjármálamörkuðum í dag. Lækkunin kemur í kjölfar lækkunar á bandarískum hlutabréfamarkaði í gær eftir að forstjóri Countrywide Financial, eins stærsta húsnæðislánafyrirtækis Bandaríkjanna, sagði samdrátt á fasteignamarkaði hvergi nærri lokið. Nikkei-vísitalan í Japan lækkaði um tæpt hálft prósentustig en Hang Seng-vísitalan í Hong Kong lækkaði um 0,8 prósent. Ástæðan fyrir lækkuninni í Kína er sú að í ljós hefur komið að Kínabanki, einn af stærstu bönkum landsins, greindi frá því að hann hefði fjárfest fyrir jafnvirði 9,7 milljarða bandaríkjadala í bandarískum fasteignalánasöfnum. Greinendur segja þetta ekki fréttir sem fjárfestar vilji heyra þessa dagana. Fréttin olli taugatitringi í röðum fjárfesta í Kína og seldu þeir mikið magn bréfa sinna í bankanum með þeim afleiðingum að gengi bréfa í bankanum féll um 5,4 prósent í kauphöllinni í Hong Kong. Þá hafa hlutabréfamarkaðir í Evrópu ekki farið varhluta af lækkun á öðrum mörkuðum en sem dæmi hefur FTSE-vísitalan í Bretlandi lækkað rétt lítillega, þýska Dax-vísitalan farið niður um tæp 0,5 prósent en hin franska Cac-40 hefur lækkað um rúm 0,2 prósent. Svipuð þróun hefur átt sér stað á Norðurlöndunum en þar hafa vísitölur lækkað um tæpt prósentustig. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Helstu hlutabréfavísitölur í Asíu og Evrópu hafa lækkað á fjármálamörkuðum í dag. Lækkunin kemur í kjölfar lækkunar á bandarískum hlutabréfamarkaði í gær eftir að forstjóri Countrywide Financial, eins stærsta húsnæðislánafyrirtækis Bandaríkjanna, sagði samdrátt á fasteignamarkaði hvergi nærri lokið. Nikkei-vísitalan í Japan lækkaði um tæpt hálft prósentustig en Hang Seng-vísitalan í Hong Kong lækkaði um 0,8 prósent. Ástæðan fyrir lækkuninni í Kína er sú að í ljós hefur komið að Kínabanki, einn af stærstu bönkum landsins, greindi frá því að hann hefði fjárfest fyrir jafnvirði 9,7 milljarða bandaríkjadala í bandarískum fasteignalánasöfnum. Greinendur segja þetta ekki fréttir sem fjárfestar vilji heyra þessa dagana. Fréttin olli taugatitringi í röðum fjárfesta í Kína og seldu þeir mikið magn bréfa sinna í bankanum með þeim afleiðingum að gengi bréfa í bankanum féll um 5,4 prósent í kauphöllinni í Hong Kong. Þá hafa hlutabréfamarkaðir í Evrópu ekki farið varhluta af lækkun á öðrum mörkuðum en sem dæmi hefur FTSE-vísitalan í Bretlandi lækkað rétt lítillega, þýska Dax-vísitalan farið niður um tæp 0,5 prósent en hin franska Cac-40 hefur lækkað um rúm 0,2 prósent. Svipuð þróun hefur átt sér stað á Norðurlöndunum en þar hafa vísitölur lækkað um tæpt prósentustig.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira