Afkoma Danske Bank undir væntingum 9. ágúst 2007 10:39 Hagnaður Danske Bank fyrir skatta á fyrstu sex mánuðum ársins nam rúmum 10 milljörðum danskra króna, jafnvirði rúmra 118 milljarða íslenskra króna. Þrátt fyrir að vera 18 prósenta hækkun frá sama tíma í fyrra en þetta lítillega undir væntingum. Markaðsaðilar höfðu gert ráð fyrir hálfu prósentustigs meiri hagnaði á fyrri helmingi ársins og hagnaður fyrir skatta upp á rúma 10,2 milljarða danskra króna, að sögn fréttastofu Reuters. Rekstrartekjur á tímabilinu námu tæpum 22,6 milljörðum danskra króna, sem er 27 prósenta vöxtur frá sama tíma í fyrra. Þá nam rekstrarkostnaður 12,5 milljörðum króna, sem er 29 prósenta aukning frá í fyrra. Skýringanna fyrir auknum kostnaði er helst að finna í samþættingu vegna fyrirtækjakaupa og aukinnar starfsemi, að sögn Reuters. Á meðal nýlegra kaupa bankans er finnska fjármálafyrirtækið Sampo, sem Danske Bank keypti í fyrrahaust. Peter Straarup, forstjóri Danske Bank, segir stöðu Danske Bank sterka og vöxtinn á fyrri helmingi ársins ánægjulegan, ekki síst í Finnlandi og í Eystrasaltslöndunum. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Viðskipti innlent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Hagnaður Danske Bank fyrir skatta á fyrstu sex mánuðum ársins nam rúmum 10 milljörðum danskra króna, jafnvirði rúmra 118 milljarða íslenskra króna. Þrátt fyrir að vera 18 prósenta hækkun frá sama tíma í fyrra en þetta lítillega undir væntingum. Markaðsaðilar höfðu gert ráð fyrir hálfu prósentustigs meiri hagnaði á fyrri helmingi ársins og hagnaður fyrir skatta upp á rúma 10,2 milljarða danskra króna, að sögn fréttastofu Reuters. Rekstrartekjur á tímabilinu námu tæpum 22,6 milljörðum danskra króna, sem er 27 prósenta vöxtur frá sama tíma í fyrra. Þá nam rekstrarkostnaður 12,5 milljörðum króna, sem er 29 prósenta aukning frá í fyrra. Skýringanna fyrir auknum kostnaði er helst að finna í samþættingu vegna fyrirtækjakaupa og aukinnar starfsemi, að sögn Reuters. Á meðal nýlegra kaupa bankans er finnska fjármálafyrirtækið Sampo, sem Danske Bank keypti í fyrrahaust. Peter Straarup, forstjóri Danske Bank, segir stöðu Danske Bank sterka og vöxtinn á fyrri helmingi ársins ánægjulegan, ekki síst í Finnlandi og í Eystrasaltslöndunum.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Viðskipti innlent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira