Viðskipti erlent

Kínverjar hækka stýrivexti

Seðlabanki Kína hækkaði í dag stýrivexti um 0,27 prósent, og standa vextirnir nú í 6,57 prósentum.

Kína er fjórða stærsta hagkerfi veraldar og hefur vöxtur í landinu verið ævintýralegur undanfarin ár. Hagvöxtur síðastu tólf mánaða var 11,9 prósent.

Mikil þensla í landinu hefur valdið því að verðbólga hefur rokið upp og hefur ekki verið hærri í tæplega þrjú ár.

Seðlabankinn hefur hækkað vexti alls fimm sinnum undanfarið ár.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×