Hunter bætir á sig garðvörubréfum 20. júní 2007 10:47 Skoski auðkýfingurinn sir Tom Hunter. Fjárfestingafélag skoska auðkýfingsins Sir Tom Hunters hefur aukið á ný við hlut sinn í skosku garðvörukeðjunni Dobbies og fer nú með 21,4 prósent í henni. Kaupverð hlutanna nemur 1,46 milljónum punda, rúmum 180 milljónum íslenskra króna. Með kaupum í keðjunni stefnir Hunter að því að Tesco, stærsti stórmarkaður Bretlands, yfirtaki hana. Hunter hefur jafnt og þétt aukið við eign sína í Dobbies. Hann tvöfaldaði eignasafn sitt í garðvörukeðjunni í byrjun síðustu viku og fór með rúm 20 prósent þar til í gær þegar hann keypti 0,81 prósent til viðbótar. Hann greiddi 1800 pens fyrir hlutinn, að sögn vefmiðilsins Retail Bulletin. Breski stórmarkaðurinn Tesco gerði yfirtökutilboð í Dobbies fyrir rúmri viku upp á 155,6 milljónir punda, rúma 19,7 milljarða íslenskra króna. Gangi kaupin í gegn verða þetta fyrstu skref stórmarkaðarins utan matvörugeirans. Hunter hefur hins vegar verið á móti yfirtökunni og fengið fjölda fjárfesta til liðs við sig til að komast yfir fjórðungshlut hið minnsta en það dugir til að hindra yfirtökuna. Á meðal þeirra sem orðaðir hafa verið við kaup í Dobbies ásamt Hunter er Baugur, Kevin Stanford og fleiri en Hunter er náinn viðskiptafélagi Baugs Group. Þá hefur Kaupþing í Bretlandi stutt við fjárfestingar skoska auðkýfingsins. Fjárfestingafélag Hunters tók þátt í kaupunum á House of Fraser ásamt Baugi, FL Group og fleiri fjárfestum. Þá keypti það með Baugi og fleirum garðvörukeðjuna Wyevale Garden Centres í fyrra fyrir jafnvirði fjörutíu milljarða króna og Blooms of Bressingham á þessu ári. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Fjárfestingafélag skoska auðkýfingsins Sir Tom Hunters hefur aukið á ný við hlut sinn í skosku garðvörukeðjunni Dobbies og fer nú með 21,4 prósent í henni. Kaupverð hlutanna nemur 1,46 milljónum punda, rúmum 180 milljónum íslenskra króna. Með kaupum í keðjunni stefnir Hunter að því að Tesco, stærsti stórmarkaður Bretlands, yfirtaki hana. Hunter hefur jafnt og þétt aukið við eign sína í Dobbies. Hann tvöfaldaði eignasafn sitt í garðvörukeðjunni í byrjun síðustu viku og fór með rúm 20 prósent þar til í gær þegar hann keypti 0,81 prósent til viðbótar. Hann greiddi 1800 pens fyrir hlutinn, að sögn vefmiðilsins Retail Bulletin. Breski stórmarkaðurinn Tesco gerði yfirtökutilboð í Dobbies fyrir rúmri viku upp á 155,6 milljónir punda, rúma 19,7 milljarða íslenskra króna. Gangi kaupin í gegn verða þetta fyrstu skref stórmarkaðarins utan matvörugeirans. Hunter hefur hins vegar verið á móti yfirtökunni og fengið fjölda fjárfesta til liðs við sig til að komast yfir fjórðungshlut hið minnsta en það dugir til að hindra yfirtökuna. Á meðal þeirra sem orðaðir hafa verið við kaup í Dobbies ásamt Hunter er Baugur, Kevin Stanford og fleiri en Hunter er náinn viðskiptafélagi Baugs Group. Þá hefur Kaupþing í Bretlandi stutt við fjárfestingar skoska auðkýfingsins. Fjárfestingafélag Hunters tók þátt í kaupunum á House of Fraser ásamt Baugi, FL Group og fleiri fjárfestum. Þá keypti það með Baugi og fleirum garðvörukeðjuna Wyevale Garden Centres í fyrra fyrir jafnvirði fjörutíu milljarða króna og Blooms of Bressingham á þessu ári.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira