Viðskipti erlent

Fyrrum stjórnendur Swissair sýknaðir

MYND/AFP

Fyrrum stjórnendur svissneska flugfélagsins Swissair hafa verið sýknaðir af öllum ákærum í tengslum við gjaldþrot félagsins árið 2001. Alls voru 19 stjórnendur ákærðir meðal annars fyrir skjalafals og óstjórn.

Málið hefur vakið mikla athygli í Sviss og hafa sjónvarpsstöðvar þar í landi sýnt beint frá réttarhöldunum frá því þau hófust.

Mario Corti, fyrrverandi forstjóri félagsins, var eini af sakborningunum 19 sem átti yfir höfði sér fangelsisvist hefði hann verið fundinn sekur.

Ákærurnar voru margþættar og sneru meðal annars um skjalafalsi og óstjórn.

Flugfélagið Swissair var lýst gjaldþrota í októbermánuði 2001. Talið er að sú ákvörðun stjórnenda að fjárfesta grimmt í litlum evrópskum flugfélögum með mikilli skuldsetningu hafi veikt stoðir félagsins umfram getu.

Eignir Swissair voru sameinaðar flugfélaginu Crossair og úr varð félagið Swiss International sem þýska flugfélagið Lufthansa keypti árið 2005.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×