Hagnaður Carlsberg umfram væntingar 9. maí 2007 09:15 Kassi af bjór frá Carlsberg. Danski bjórframleiðandinn Carlsberg, sem einnig framleiðir mjöð undir merkjum Tuborg, skilaði hagnaði upp á 45 milljónir danskra króna, jafnvirði 525,4 milljóna íslenskra króna, á fyrstu þremur mánuðum þessa árs. Þetta er umtalsvert betri afkoma en á sama tíma í fyrra en þá skilaði fyrirtækið tapi upp á 219 milljónir danskra króna, eða rúma 2,5 milljarða íslenskra króna. Tekjur bjórframleiðandans námu 8,86 milljörðum danskra króna, 103,5 milljörðum íslenskra, sem er 14 prósentum meira en á sama tíma í fyrra. Þessu er að þakka mun betri bjórsölu í Evrópu og Rússlandi á tímabilinu sem jókst um 21 prósent á milli ára. Þetta er talsvert umfram væntingar. Þrátt fyrir þetta hefur bjórsala dregist saman í Danmörku og Bretlandi á sama tíma, að sögn fyrirtækisins. Svo bjartsýnir eru stjórnendur fyrirtækisins á að bjórsala eigi enn eftir að aukast að þeir telja horfnar á árinu afar góðar. Telur fyrirtækið nú líkur á að rekstrarhagnaður fyrirtækisins farið árið allt muni nema 4,5 milljörðum danskra króna, jafnvirði 52,5 milljörðum íslenskra króna, sem er rúmum tveimur milljörðum krónum betri afkoma en í fyrra. Þá er gert ráð fyrir að hagnaður fyrirtækisins muni nema að minnsta kosti tveimur milljörðum danskra króna, rúmir 23 milljarðar íslenskra króna. Gengi bréfa í Carlsberg hækkaði um 5,5 prósent í kauphöllinni í Kaupmannahöfn í dag og stendur nú í 667 dönskum krónum á hlut. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Danski bjórframleiðandinn Carlsberg, sem einnig framleiðir mjöð undir merkjum Tuborg, skilaði hagnaði upp á 45 milljónir danskra króna, jafnvirði 525,4 milljóna íslenskra króna, á fyrstu þremur mánuðum þessa árs. Þetta er umtalsvert betri afkoma en á sama tíma í fyrra en þá skilaði fyrirtækið tapi upp á 219 milljónir danskra króna, eða rúma 2,5 milljarða íslenskra króna. Tekjur bjórframleiðandans námu 8,86 milljörðum danskra króna, 103,5 milljörðum íslenskra, sem er 14 prósentum meira en á sama tíma í fyrra. Þessu er að þakka mun betri bjórsölu í Evrópu og Rússlandi á tímabilinu sem jókst um 21 prósent á milli ára. Þetta er talsvert umfram væntingar. Þrátt fyrir þetta hefur bjórsala dregist saman í Danmörku og Bretlandi á sama tíma, að sögn fyrirtækisins. Svo bjartsýnir eru stjórnendur fyrirtækisins á að bjórsala eigi enn eftir að aukast að þeir telja horfnar á árinu afar góðar. Telur fyrirtækið nú líkur á að rekstrarhagnaður fyrirtækisins farið árið allt muni nema 4,5 milljörðum danskra króna, jafnvirði 52,5 milljörðum íslenskra króna, sem er rúmum tveimur milljörðum krónum betri afkoma en í fyrra. Þá er gert ráð fyrir að hagnaður fyrirtækisins muni nema að minnsta kosti tveimur milljörðum danskra króna, rúmir 23 milljarðar íslenskra króna. Gengi bréfa í Carlsberg hækkaði um 5,5 prósent í kauphöllinni í Kaupmannahöfn í dag og stendur nú í 667 dönskum krónum á hlut.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira