Lífið

Baldwin fékk ráð hjá Dr. Phil

Dr. Phil lá ekki á liði sínu í erfiðleikum stórleikarans.
Dr. Phil lá ekki á liði sínu í erfiðleikum stórleikarans. MYND/Getty Images

Bandaríski kvikmyndaleikarinn Alec Baldwin mun biðjast afsökunar í bandarísku sjónvarpi í dag vegna harðorðra ummæla sem hann viðhafði við dóttur sína. Sjónvarpssálfræðingurinn Dr. Phil McGraw segir að leikarinn fengið ráðleggingar hans vegna málsins. Skammarræðuna skildi Alec eftir á talhólfi dótturinnar og hún rataði inn á internetið í síðustu viku.

CNN greinir frá innihaldi viðtalsins sem tekið var upp á ABC sjónvarpsstöðunni. Það verður sýnt í dag. Þar biðst Alec afsökunar á því að kalla dótturina „hugsunarlaust lítið svín." Alec segir einnig í viðtalinu að hann sé tilbúinn að hætta störfum sem leikari eftir 30 ára starf.

Í viðtali við Larry King bauð Dr. Phil Alec og fjölskyldunni ráðgjöf. Hann sagði Alec hafa gefið leyfi fyrir því að hann segði frá því að þeir hefðu átt langt spjall. Sálfræðingurinn sagðist einnig hafa talað við Kim Basinger fyrrverandi eiginkonu leikarans.

Alec og Kim hafa átt í biturri forræðisdeilu í þrjú ár. Hann hefur tímabundið verið sviptur umgengnisrétti samkvæmt heimildum TMZ.com og er gert að mæta fyrir rétt 4. maí næstkomandi.

Leikarinn er að ljúka við bók um skilnaði sem gefin verður út í september. Hann segist vilja skoða orsakir samskiptaleysis foreldra við börn sín.

Baldwin sagði meðal annars í umræddum skilaboðum til dóttur hans. „Þú hefur móðgað mig í síðasta skipti," - „Mér er skítsama þótt þú sért ellefu ára, eða tólf ára, eða barn, og að mamma þín er hugsunarlaus og óþolandi," segir hann. Og hann kallar dóttur sína „hugsunarlaust lítið svín."

Alec segist hafa verið vonsvikinn og reiður þegar Ireland svaraði ekki símtalinu sem var fyrirfram ákveðið. Hann segist hafa tekið reiði sína út á vitlausri manneskju.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.