Viðskipti erlent

Hagnaður Amazon tvöfaldast á milli ára

Amazon.com, stærsta netverslun í heimi, skilaði ríflega tvöfalt meiri hagnaði á fyrsta ársfjórðungi þessa árs en á sama tímabili í fyrra. Nam hagnaðurinn rúmum sjö milljörðum íslenskra króna en hann var um 3,3 milljarðar í fyrra.

Tekjur fyrirtækisins á ársfjórðungnum námu alls þremur milljörðum dollara, jafnvirði um 190 milljarða króna, og jukust um þriðjung milli ára. Það voru þó ekki eingöngu bækur sem seldust vel á tímabilinu því sala á rafmagnstækjum jókst mikið og sömuleiðis sala á úrum og skóm.

Hlutabréf í Amazon ruku upp um 12 prósent á markaði í dag eftir að tíðindin bárust út og gera forsvarsmenn fyrirtækisins ráð fyrir meiri tekjum og hagnaði á þessu ári en í fyrri spám.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×