Sport

Dagný og Björgvin sigruðu í stórsvigi

Dagnýu Linda á fleygiferð í Hlíðarfjalli í dag.
Dagnýu Linda á fleygiferð í Hlíðarfjalli í dag. MYND/Guðmundur Jakobsson

Dagný Linda Kristjánsdóttir frá Akureyri og Björgvin Björgvinsson frá Dalvík sigruðu í dag í stórsvigi á Skíðamóti Íslands sem fram fer í Hlíðarfjalli. Önnur í kvennaflokki varð Salome Tómasdóttir og þriðja Tinna Dagbjartsdóttir en þær eru einnig á heimavelli.

Í karlaflokki varð Þorsteinn Ingason frá Akureyri annar og þriðji varð Stefán Jón Sigurgeirsson sem einnig er frá Akureyri.

Fram kemur á heimasíðu Skíðasambands Íslands að í flokki 17-19 ára stúlkna sigraði Salome Tómasdóttir, önnur varð Agla Gauja Björnsdóttir, Ármann,i og þriðja varð Þóra Stefánsdóttir frá Akureyri. Í flokki 17-19 ára pilta sigraði Þorsteinn Ingason, annar varð Stefán Jón Sigurgeirsson og þriðji varð Ágúst Freyr Dansson en allir eru þeir frá Akureyri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×