Lífið

Eva Longoria segir brúðkaupsundirbúning ganga frábærlega

Eva Longoria með einn verðlaunagrip Laureus íþróttaverðlaunanna
Eva Longoria með einn verðlaunagrip Laureus íþróttaverðlaunanna MYND/Getty Images

Leikkonan Eva Longoria úr Desperate Housewifes er sannarlega tilbúin fyrir brúðkaup sitt. Leikkonan, sem er 32 ára, ætlar að ganga að því að eiga körfuboltaleikmanninn Tony Parker, 24 ára, þann 7. júlí næstkomandi í París.

,,Brúðkaupsundirbúningurinn gengur mjög vel, það er bara allt frábært", sagði Eva í viðtali við People. Var hún við Laureus íþróttaverðlaunaafhendinguna í Barcelona á mánudag en Eva afhenti ein verðlaunin sem sögð eru vera jafngildi Óskarsins í íþróttum. Sagðist Eva vera búin að skemmta sér vel í Barcelona þrátt fyrir að veðrið væri ekki eins og best væri á kosið og hún væri búin að vera að berjast við kvef.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.