Lífið

Fjör í svefnherberginu

Fergie kann að viðhalda lostanum í sambandinu
Fergie kann að viðhalda lostanum í sambandinu MYND/Getty Images

Söngkonan Fergie og maður hennar, Josh Duhamel, kunna svo sannarlega að krydda sambandið. Í nýjasta tölublaði Playboy segir Fergie þau dansa kynþokkafullan dans fyrir hvort annað, oft í óhefðbundnum klæðnaði.

,,Hann dansar stundum fyrir mig í mjög óvenjulegum fötum. Síðan keypti hann fyrir mig há leðurstígvél í Hustler búð en þau eru með afar löngum rennilás. Það er erfitt að komast í þau, en það er þess virði" segir Fergie í viðtalinu.

Þegar Fergie er spurð hvort hún láti hann dansa fyrir sig við hennar eigin tónlist svarar hún því með að hann vilji það sjálfur. Honum finnist gaman að dansa. Hún dansi stundum hægt við hann en þá þurfi hún að standa á fótum hans þar sem hann sé mun hávaxnari. Það er því greinilega líf og fjör í svefnherberginu hjá þeim skötuhjúum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.