Lífið

Mel B. eignast stúlku

Melanie Brown er orðin tveggja barna móðir
Melanie Brown er orðin tveggja barna móðir MYND/Getty Images

Kryddpían Mel B. eignaðist stúlkubarn í gær. Heilsast bæði móður og barni vel samkvæmt upplýsingum frá talsmanni söngkonunnar. Ekki er búið að ákveða hvað barnið á að heita. Fyrir á Mel B. stúlkuna Phoenix Chi, sem er átta ára, með fyrrum eiginmanni sínum Jimmy Gulzar.

Mel B. fór á Saint John's spítalann í Santa Monica um klukkan hálf sex á mánudag og fæddist barnið rétt eftir miðnætti. Ekki er ljóst hver faðir stúlkunnar er en Mel B. hefur sagt grínleikarann Eddie Murphy vera faðir hennar. Eddie hefur þó neitað að gangast við barninu fyrr en DNA próf hefur verið framkvæmt. People greinir frá þessu. Það er þó athyglisvert að litla stúlkan deilir afmælidegi með Eddie Murphy, en hann fyllti 46 ár í gær.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.