Lífið

130.000 krónur fyrir einn þorsk

Sjómaður á miðum við Ermasund fékk á dögunum greitt það sem nemur 130.000 þúsundum íslenskra króna fyrir einn þorsk sem hann veiddi. Þetta kemur fram á vef Fiskifrétta. Aðeins var þó um að ræða happdrætti en í þorsk þennan höfðu vísindamenn komið fyrir rafeindamerki til rannsókna á þorskstofninum. Til að fá fiskimenn til að skila inn merktum þorskum hafa aðstandendur rannsóknarinnar greitt þeim fyrir, og til að hvetja þá enn frekar var komið á fót happdrætti sem þeir komast í sem skila inn fiskum. Nafn ofangreinds sjómanns var dregið úr pottinum í ár.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.